Afhendingarmátar / Sendingarmátar í Netverslun Origo

Fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu

Sendibíll Origo

Heimsending samdægurs eða næsta virka dag (2.195 kr m/vsk) í Reykjavík, Kópavogi, Garðabæ, Hafnarfirði, Mosfellsbæ og á Seltjarnarnesi fyrir pakka undir 30 kg.

Séu vörukaup yfir 15.000 kr. m VSK og undir 30 kg fæst frí heimsending.

Hraðsending Pósturinn (1-3 klst)*

Sendlaþjónusta (2200 kr. m VSK) Póstsins til fyrirtækja höfuðborgarsvæðinu (nema póstnúmer 116, 271 og 267 á virkum dögum sé pantað milli 09:00 - 15:00.

Ath! Hámarks þyngd pakka er 15 kg, sé pakki þyngri en 15 kg gildir gjaldskrá Póstsins

Fyrirtæki á landsbyggðinni

Pósturinn – Heimsending*

Heimsending (2.195 kr. m VSK) til fyrirtækja á landsbyggðinni með Póstinum. Verð miðast við pakka undir 30 kg, sé pakki þyngri en 30 kg gildir gjaldskrá Póstsins

Einstaklingar

Pósturinn – Frí heimsending um land allt*

Frí heimsending næsta virka dag með Póstinum á höfuðborgarsvæðinu (nema póstnúmer 116, 271 og 267) ef pantað er fyrir kl. 15:30.

Pakkar eru keyrðir heim til einstaklinga með Póstinum milli kl. 17:00 og 22:00. Einnig er í boði að fá pakka sendan í Póstbox Póstsins á höfuðborgarsvæðinu. Nánar um póstbox

Sé vara pöntuð um helgi eða á frídegi þá er hún heimsend allt að tveimur virkum dögum síðar.

Sótt á lager

Hægt er að sækja vörur í vöruafgreiðslu lagers, Köllunarklettsvegi 8. Afgreiðslutími er 9:00-17:00 alla virka daga. Sjá staðsetningu á korti.

Athugið að afhending á Lenovo ThinkPad tölvubúnaði er háð standsetningu og getur tekið allt 1-2 klst.

*Sjá nánar viðskiptaskilmála Póstsins

Fyrirvari: Origo áskilur sér rétt til að innheimta m.v. rúmmálsþyngd sé hún meiri en raunþyngd sendingar.

Verð miðast við rúmmálsþyngd þegar hún er meiri en raunþyngd sendingar. Til að finna út rúmmálsþyngd sendingar er notuð eftirfarandi reikniregla:
Lengd x breidd x hæð / 3000 = rúmmálsþyngd í kg.
Dæmi: Sending er 17 kg, 100 cm á lengd, 40 cm á breidd, og 30 cm á hæð = (100 x 40 x 30 / 3000 = 40 kg.)
Origo áskilur sér rétt til breytinga án fyrirvara.

chat_bubble

Netspjall Origo

Þjónustuver / verkstæði

Netspjallið er opið frá kl 9 - 17 alla virka daga.

Hefja spjall
Söluráðgjöf

Netspjallið er opið frá kl 9 - 17 alla virka daga.

Hefja spjall