Gefðu gamla tækinu aukalíf
Fyrirtæki geta komið með gömul tæki og fengið inneign hjá okkur í staðinn. Við sjáum síðan um að endurnýja, endurvinna eða farga gamla tækinu á umhverfisvænan hátt.
Komdu með gamla skrifstofubúnaðinn til okkar
Dæmi um tæki sem við tökum á móti eru gamlar fartölvur, farsímar, leikjatölvur, MP3 spilarar, símar, spjaldtölvur og fleira.
Mikilvægt er að koma með gömlu tækin hlaðin, ólæst og að búið sé að afrita mikilvæg gögn þar sem þeim verður eytt úr tækinu.
Við tökum á móti gamla tækinu og verðmetum það
Við metum ástand gamla tækisins fyrir þig og ef verðmæti felast í því færðu inneign sem hægt er að nota upp í næstu kaup.
Ef tækið þitt er verðlaust komum við því í ábyrga endurnýtingu, endurvinnslu eða förgum því á umhverfisvænan hátt.
Þú gætir fengið inneign til að nota upp í næstu kaup
Við erum með frábærar verslunir í Borgartúni 37 og á Skiptagötu 16 með úrval af vörum frá heimsþekktum vörumerkjum, á borð við Sony, Canon, Lenovo og Bose, sem er hægt að kaupa með inneigninni.
Hvað verður um tækið mitt?
Við reiknum út virði tækisins og endurnýtum í samstarfi við fyrirtækið Foxway.
Foxway sérhæfir sig í endurvinnslu á tækjum með því að gera við þau, nýta nothæfa hluti í varahluti eða farga því sem ekki er hægt að nýta.
Yfir 90% allra tækja sem Foxway tekur á móti er hægt að endurnýta. Restinni er síðan fargað á umhverfisvænan hátt.
Öll förgun hjá Foxway er umhverfisvæn og uppfyllir WEEE (Waste Electrical and Electronic Equipment) sem er reglugerð frá Evrópusambandinu og öll meðhöndlun gagna er samkvæmt GDPR (General Data Protection Regulation).