Tækjatrygging Origo

Nú er hægt að kaupa tækjatryggingu á völdum vörum í verslunum og þjónustusviði Origo.  Tækjatrygging Origo er seld í samstarfi við Vátryggingafélag Íslands (VÍS) sem greiðir Origo þóknun af sölu tækjatrygginga og eru umboðslaun greidd sem hlutfall af iðgjaldi.

Brand myndefni

Hvernig kaupi ég tækjatryggingu Origo?

Þegar þú setur vöru í körfu í netverslun kemur sjálfkrafa upp valmöguleiki til að bæta við tryggingu ef hún er í boði. Jafnframt er hægt að kaupa tryggingu í verslun okkar Borgartúni 37 og á Köllunarklettsvegi 8. 

Við bjóðum upp á tryggingar fyrir fartölvur, borðtölvur, spjaldtölvur, myndavélar, linsur, sjónvörp, snjallsíma, snjallúr, heyrnartól og hátalara.

Hvernig virkar Tækjatrygging Origo?

Tækjatrygging Origo er mun víðtækari en heimilistrygging en tryggingin bætir beint tjón af völdum skyndilegs og ófyrirsjáanlegs utanaðkomandi atviks s.s. bruna- eða vatnstjóns, innbrots og/eða óhapps. Sömuleiðis bætir tryggingin einnig beint tjón af völdum innri bilunar. Tryggingin er ekki með neina eigin áhættu og gildir hvar sem er í heiminum. Ef til tjóns kemur þá mun það ekki hafa áhrif á þau kjör sem þú ert með hjá þínu tryggingafélagi.

Kvartanir og ábendingar

Ef óánægja kemur upp með þjónustu, afgreiðslu mála eða hvernig hefur verið staðið að viðskiptasambandi má koma kvörtun á framfæri skriflega með því að senda hana á vis@vis.is.