Stefnur og straumar í skjáskiltum
Við ætlum að skyggnast inn í framtíðina í skjáskiltum og afspilunarlausnum á ráðstefnu og tæknisýningu þann 15. janúar.
Verið velkomin á viðburð Hljóð- og myndlausna þar sem við fáum til okkar frábæra fyrirlesara og bjóðum upp á sýningarsvæði á okkar helstu lausnum.
Á meðal fyrirlesara á ráðstefnunni er Florian Rotberg, stofnandi og framkvæmdastjóri Indvidis, sem var nýlega verðlaunaður fyrir starf sitt á Digital Signage Awards 2024. Hann mun leiða okkur i gegnum helstu nýjungar á markaðinum og hvernig hægt er að ná auknum árangri með skjáskiltum. Jafnframt mun Florian fjalla um mikilvægi sjálfbærni og hvernig skjáskilti mæta þeim kröfum.
Sérfræðingar Sharp/NEC Display Solutions á sviði skiltalausna og afspilunar stíga einnig á stokk ásamt því að við fáum að kynnast vegferð ISAVIA á stækkun Austurálmu, breyttar þarfir í skjálausnabúnaði og framtíðarsýn.
Sérfærðingar okkar í hljóð- og myndlausnum verða á staðnum ásamt fyrirlesurum fyrir þau sem vilja taka spjall eða fá ráðgjöf.
Fyrir hvern er viðburðurinn
Viðburðurinn er tilvalinn fyrir rekstraraðila úr öllum geirum sem eru áhugasöm um hvernig koma megi skilaboðum, auglýsingum og upplýsingum á framfæri á sýnilegan hátt.
Sýningarsalurinn opnar kl 14:30. Boðið verður uppá léttar veitingar og drykki. Ókeypis er á viðburðinn en nauðsynlegt að skrá sig.
segðu frá
Dagskrá
KL 14:30
Háteigur og sýningarsalur opnar
KL 15:00
Velkomin
KL 15:10
Global Best Practice - Best in Digital Signage and Retail Experience Concepts
Florian Rotberg
KL 15:30
Designed with Responsibility, Built for Flexibility
Gunnar Kyvik & Erik Okstad
KL 15:55
Q&A
KL 16:00
Hlé og léttar veitingar
KL 16:25
Green Signage - The New Demand for Sustainable Signage
Florain Rotberg
KL 16:55
Stækkun austurálmu KEF, skjálausnir og framtíðarsýn
Bjarni Sigurðsson
KL 17:15
Pallborðsumræður
Florian Rotberg
KL 17:40
Dagskrárlok
Fyrirlesarar
Florian Rotberg
Founder and Managing Director - Invidis Consulting GmbH
Hann er frumkvöðull í geiranum og stofnaði ráðgjafafyrirtækið Invidis árið 2006 sem er í dag leiðandi í stafrænni framsetningu á upplýsingum. Á árinu vann hann einnig til verðlauna fyrir starf sitt á Digital Signage Awards 2024 sem er árleg alþjóðleg leit að framúrskörun og nýsköpun þvert á verkefni, sköpunargáfu, vörur og þjónustu innan geirans.
Erik Okstad
Solutions Architect - Sharp NEC Display Solutions Nordic
Erik er lausnaarkitekt fyrir Norðurlönd hjá Sharp/NEC. Erik hefur brennandi áhuga á sjónrænni nýsköpun og leggur áherslu á að hafa umsjón með tæknilegum þáttum rekstrarins og þróa sérsniðnar lausnir sem mæta sífellt flóknari og krefjandi kröfum markaðarins. Verk hans tryggja að háþróuð sjónræn tækni sé á áhrifaríkan hátt aðlöguð að þörfum og væntingum.
Gunnar Kyvik
General Manager - Sharp NEC Display Solutions Nordic
Gunnar er framkvæmdastjóri öflugs norræns söluteymis sem ber ábyrgð á sölu á Norðurlöndum og Eystrasaltslöndunum. Með áherslu á samvinnu og nýsköpun leiðir hann teymi sem sérhæfir sig í að vinna náið með samstarfsaðilum í lykilgeirum eins og samgöngum, ríkisvaldi, þjóðaröryggi og æðri menntun og fleira. Saman þróar norræna teymið sérsniðnar lausnir sem setja áreiðanleika, gæði og langtíma sjálfbærni í forgang, sem tryggir að þau mæti þarfir og staðla viðskiptavina sinna og hlúa að langtíma samstarfi.
Bjarni Sigurðsson
Forstöðumaður Notendaþjónustu, ISAVIA
ISAVIA hefur nýverið farið í byggingu nýrrar Austurálmu við flugstöðina á Keflavíkurflugvelli þar sem farið var í umtalsverða stækkun sem kallaði á breyttar þarfir í búnaði. Þar á meðal var aukin eftirspurn á stærri og gæðameiri auglýsingaflötum til að fanga enn frekar athygli ferðalanga.