Skilareglur

30 daga skilaréttur og réttur til að falla frá samningi

Skilafrestur á vöru sem keypt hefur verið hjá Origo eru 30 dagar frá dagsetningu kvittunar fyrir kaupum og fæst fullt andvirði vöru endurgreitt í formi inneignarnótu. Þegar neytandi nýtir rétt sinn til að falla frá samningi sem gerður er í gegnum síma, í netverslun Origo eða utan fastrar starfsstöðvar, innan 14 daga frá því að neytandi fær vöru í sína vörslu, býðst viðskiptavini full endurgreiðsla sem jafngildir upphaflegu kaupverði vörunnar. 

Skil á vöru eru háð eftirfarandi skilyrðum:

  • Að framvísað sé kvittun fyrir kaupum á viðkomandi vöru eða vara sé merkt með skilamiða 

  • Að plastumbúðir (herptar, soðnar, límdar) og innsigli séu ekki rofin 

  • Að vara teljist í söluhæfu ástandi 

  • Að allir aukahlutir sem fylgja eiga vörunni séu til staðar, þ.m.t. allar snúrur og leiðbeiningar 

  • Að ekki hafi verið settur upp hugbúnaður á vöruna/búnaðinn 

  • Að vara sé ekki útsöluvara

  • Að vara sé ekki sérpöntun eða sérsniðin að þörfum viðskiptavinar  

Origo áskilur sér rétt til að hafna skilum á vöru eða neita viðskiptavini um fulla endurgreiðslu séu ofangreind skilyrði ekki uppfyllt. Athuga skal að endurgreiðsla vegna skila á vöru nær aðeins til kaupverðs búnaðar en annar kostnaður sem fellur til, m.a. vegna flutnings á vöru, er á ábyrgð viðskiptavinar. Reynist vara gölluð kann neytandi að eiga rétt á að Origo endurgreiði sendingarkostnað.  

Tekið skal fram að í þeim tilvikum er um kaup á hugbúnaði er að ræða og viðskiptavinur fær afhentan leyfiskóða er ekki hægt að skila slíkri vöru eftir að kóði hefur verið afhentur. 

Aðeins er tekið við eftirfarandi vörum í óopnuðum eða innsigluðum umbúðum:

  • Farsímar 

  • Rekstrarvörur, blekhylki, rafhlöður, pappír, ljósaperur o.s.frv. 

  • Minniskort, USB lyklar 

  • Flakkarar 

  • Harðir diskar 

  • Vörur sem eru keyptar forsniðnar, t.d. ákveðin lengd af snúrum 

  • Hugbúnaður 

  • Aðrar vörur sem hægt er að afrita eða fullnýta á 30 dögum 

Skilaferli

Forsenda vöruskila er reikningur/sölunóta eða í ákveðnum tilfellum skilanúmer útbúið af söluráðgjafa í söludeild. Fylla þarf út form hér á síðunni til að fá skilanúmer hjá söluráðgjafa.

Vöru skal skilað í Þjónustumiðstöð Origo, Köllunarklettsvegi 8, nema sérstaklega hafið verið samið um annað. 

Nánari upplýsingar um skilareglur Origo og rétt neytenda til að falla frá samningi má finna í Almennir skilmálar Origo.

Tilkynning um að fallið sé frá samningi / vöruskil

Nauðsynlegt er að viðskiptavinur fylli út neðangreindar upplýsingar svo hægt sé að afgreiða beiðni hans.  

Til að afgreiða beiðni viðskiptavinar er Origo nauðsynlegt að vinna með persónuupplýsingar hans. Nánari upplýsingar um vinnsluna má finna í persónuverndarstefnu Origo og vísast til hennar. 

Verðskrá

Þjónustugjöld

Beiðni

Tilkynning um að fallið sé frá samningi / vöruskil

Nauðsynlegt er að viðskiptavinur fylli út neðangreindar upplýsingar svo hægt sé að afgreiða beiðni hans. Til að afgreiða beiðni viðskiptavinar er Origo nauðsynlegt að vinna með persónuupplýsingar hans. Nánari upplýsingar um vinnsluna má finna í persónuverndarstefnu Origo og vísast til hennar.