12/04/2024 • Björn Gunnar Birgisson
Augnþreyta? Veldu skjá með blágeislavörn
Mikið hefur verið rannsakað varðandi útfjólubláa geisla sólar. Vissir þú að 65% notenda hafa átt við augnvandamál tengd skjánotkun og að fólk blikkar augunum 66% minna þegar það er fyrir framan skjá?
Í nútíma umhverfi er notkun snjalltækja og skjáa orðinn verulegur hluti af okkar daglega lífi og hefur gjörbylt samfélaginu, ekki síst menntakerfinu. Mikið er fjallað um ágæti tækninýjunga, aukinna afkasta og meira öryggis með betri tækni. Minni áhersla hefur hins vegar verið lögð á rannsóknir á skaðlegum eiginleikum eldri búnaðar. Hér ætlum við að fjalla um málefni sem er verulega vanmetið, „blárri útgeislun“ og áhrif hennar á augu notenda.
Skilaboðin eru skýr
Áður en við skoðum mikilvægustu ástæðuna fyrir því að velja EyeSafe merktan skjá, skulum við skoða vandamálið. Langvarandi augnþreyta er algeng og einkennist af augnþurrki, höfuðverk og óskýrri sjón. Þetta er oft enn ýktara því að bláa ljósið sem skjáir senda frá sér getur haft áhrif á svefnmynstur okkar og mögulega skaðað augun okkar yfir lengra tímabili. Sýnt hefur verið fram á að bylgjulengd frá 415-455nm skemmir hornhimnu og augnbotninn (ANSES).
Áhugaverð tölfræði
65% notenda hefur átt við augnvandamál tengd skjánotkun*
94% augnlækna hefur áhyggjur af auknum skjátíma skv Eyesafe **
Við blikkum augunum 66% minna fyrir framan skjáinn ***
Eftir Covid hefur skjátími aukist í 10-13 klst á dag ****
Börn á aldrinum 8-18 ára eyða rúmlega 7 klst fyrir framan skjái á dag fyrir utan skólastarf *****
Hlutverk Eyesafe merkingar
Vernd gegn bláu ljósi: EyeSafe merktir skjáir eru hannaðir með nýjustu tækni til að sía út blátt ljós sem getur skaðað augun. Þeir minnka blátt ljós sem berst frá skjánum en halda samt í fullt litróf og gæði skjásins. Þetta þýðir að þú getir notað tölvuna þína án vandamála með sjónina.
Bætt myndgæði: EyeSafe merktir skjáir eru hannaðir til að minnka flökt á skjánum, sem er algeng orsök álags á sjón, og eru því þægilegir í notkun á löngum vinnudegi.
Óháður staðall: EyeSafe vottun er gerð af þriðja aðila og staðfestir að skjárinn uppfyllir ströngustu gæðastaðla um bláa útgeislun og skjáflökt.
Þægilegir fyrir alla aldurshópa: EyeSafe merktir skjáir henta fjölbreytilegum hópi. Þeir henta fagfólki, nemendum, leikjaspilurum og öllum sem dvelja langan tíma við skjáinn. Þessir skjáir nýtast við alla notkun og tryggja að allir geta nýtt sér augnvæna tækni.
Jákvæð áhrif á augnheilsu
Með því að velja EyeSafe merktan skjá getur þú haft áhrif á augnheilsu og almenn lífsgæði. Hér eru nokkur áhrif:
Minnkað álag á augun: Með því að hindra hættulegt blátt ljós og minnka flökt takmarka þeir augnálagið. Þú upplifir minni óþægindi, minni höfuðverk og þægilegri skjánotkun.
Betri svefn: Að vera útsettur fyrir bláu ljósi, sérstaklega á kvöldin, getur truflað svefnmynstur og melatonin framleiðslu líkamans. EyeSafe merktir skjáir gera það auðveldara að slaka á á kvöldin og ná betri svefni.
Langtíma vernd fyrir augun: Með því að verja augun fyrir of miklu bláu ljósi geta þessir skjáir bætt augnheilsu. Fyrirbyggjandi aðgerðir eru mikilvægar og EyeSafe vottaðir skjáir eru besta aðferðin til þess að verja augnheilsu til framtíðar. Börn eru sérlega viðkvæm þar sem augun eru ekki fullþroskuð fyrr en á unglingastigi og hleypa meira af bláu ljósi inn í augnbotninn.
Sérðu ljósið?
Í heimi þar sem skjáir eru ráðandi skiptir öllu máli að endurnýja og velja skjái sem vernda notendur. Eyesafe vottun er risa skref í tækniþróun skjáa sem gerðir eru fyrir notendur framtíðarinnar. Augnheilsa er ekki síður mikilvæg en heilsurækt eða hollt mataræði. Því er mikilvægt að passa upp á hana og það að velja skjá með blágeislavörn er afar mikilvægt skref í átt að betri heilsu.
Skýringar: TUV Eyesafe, TUV EyeComfort, TUV Low Blue light eru allt staðlar sem innifela blágeislasíu og eru vottaðir af TUV í þýskalandi. Þeir eru í stöðugri þróun og er Eyesafe einna ýtarlegastur.
* Eyesafe ** Eyesafe *** Truelist **** Eyesafe ***** Slicktest
Höfundur bloggs
Björn Gunnar Birgisson
Vörustjóri Lenovo
Deila bloggi