24/05/2024 • Sunna Mist Sigurðardóttir
Vertu skrefinu á undan: 5 ástæður þess að vera með Snjallbox.
Snjallboxið er einfalt í notkun og allri uppsetningu. Við hjá Origo veitum þér ráðgjöf og aðstoð í ferlinu frá upphafi til enda.
Langar þig að bæta upplifun viðskiptavina, hafa meiri yfirsýn yfir afhendingar, nýta betur tíma starfsfólks og lækka rekstrarkostnað? Snjallbox gerir þínu fyrirtæki kleift að hafa opið allan sólarhringinn og taka næsta skref í sjálfvirknivæðingu ferla og skilvirkni í rekstrinum.
Snjallbox, hvernig virkar það eiginlega?
Snjallbox er stafræn lausn sem hjálpar þínu fyrirtæki að taka við eða afhenda vörur í sjálfsafgreiðslu óháð því hvað klukkan er. Viðskiptavinir geta sótt eða skilað vörum í Snjallbox þegar þeim hentar, sem felur í sér að þitt fyrirtæki getur boðið frábæra 24/7 þjónustu, án þess að þurfa að lengja opnunartíma eða halda starfsfólki óþarfa lengi í vinnunni við að afhenda vörur. Snjallboxið er tengt við umsjónarkerfi sem heldur utan um afhendingar, vöruskil og upplýsingagjöf til viðskiptavina eins og með sjálfvirkum áminningum og skilaboðum.
Samþætting og kerfi
Hægt er að samþætta Snjallboxin við öll helstu fjárhags- og sölukerfi og sníða þjónustu að þörfum þinna viðskiptavina. Búið er að samþætta Snjallboxið við afhendingarkerfi Dropp og er því enginn vandi að nýta þá þjónustu samhliða Snjallboxinu. Samþætting er þó ekki nauðsynleg og er hægt að opna miðlæga stýringu og afhendingarviðmót fyrir Snjallbox í vafra án allrar samþættingar við kerfi.
Origo býður upp á fjölbreytt úrval Snjallboxa frá fleiri en einum framleiðanda og hefur meðal annars smíðað sitt eigið afhendingarkerfi fyrir Snjallbox sem nú þegar er í notkun meðal fjölda íslenskra fyrirtækja.
5 ástæður þess að vera með Snjallbox
1. Frábær þjónusta allan sólarhringinn
Snjallbox gera viðskiptavinum þínum kleift að sækja eða skila vörum þegar þeim hentar allan sólahringinn, án þess að lengja afgreiðslutíma þinn eða íþyngja starfsfólki þínu. Lausnin bætir upplifun viðskiptavina á afhendingarferlinu þar sem það verður skilvirkara, aðgengilegra og tekur afhendingin sjálf innan við 30 sekúndur. Það tekur starfsfólk skamman tíma að hlaða í boxið á þeim tíma sem hentar þeim og viðskiptavinir fá svo tilkynningar með tölvupósti eða í síma þegar varan er tilbúin til afhendingar, sem tryggir slétta og skilvirka upplifun. Viðskiptavinir geta þá sótt vöru sína hvenær sem er, sloppið við langar biðraðir og sparað dýrmætan tíma.
2. Aukin yfirsýn og öryggi
Snjallboxin okkar veita þér aðgang að yfirliti yfir allar afhendingar í rauntíma, rakningu og skýrslugerð. Öll gögn fara í gegnum skýjalausnina Trajectory Cloud™ í rauntíma og einfalt er að fylgjast með allri notkun og vörustöðu. Hægt er að fá tilbúnar skýrslur og tilkynningar eða búa til sínar eigin eftir áherslum hvers og eins. Mörg fyrirtæki velja það að fara ekki í gengum þriðja aðila til að hafa yfirsýn og stýra gæði afhendingarþjónustu sinnar sjálf. Með Snjallboxum getur þú viðhaldið þeirri gæðastýringu sérstaklega á álagspunktum í stað þess að treysta á þriðja aðila eða skilja vöruna eftir fyrir utan verslun eða heimili viðskiptavinar.
Auknir öryggiseiginleikar gera það að verkum að vörur þínar eru öruggar, með varaafli og 4G tengingu sem tryggir ótruflaða þjónustu, þannig að "plan B" er alltaf til staðar ef upp kemur rafmagnsleysi eða netbilun.
3. Tímasparnaður og aukin afköst starfsfólks
Í dag velja enn margir viðskiptavinir, sem keypt hafa vörur í gengum netverslun, að sækja í verslun og þurfa þá gjarnan að bíða eftir því að viðkomandi starfsmaður sé laus. Afhending og skil á vörum í gegnum Snjallbox styttir þann tíma sem fer í þess háttar afgreiðslu og viðskiptavinir geta gefið sér tíma í að skoða annað sem verslunin hefur upp á að bjóða.
Þau fyrirtæki sem nú þegar eru í afhendingarþjónustu eins og hjá Dropp geta séð sér hag í að nýta Snjallbox þar sem búið er að samþætta hugbúnað þeirra við afhendingarkerfi Dropp. Hægt er að hlaða sendingum í Snjallboxið á þeim tíma sem álagið er sem minnst og þá getur starfsfólk einbeitt sér enn frekar að því að þjónusta viðskiptavini í stað þess að vera að eyða tíma í handvirkar afhendingar á álagstímum.
4. Sveigjanleiki að þörfum viðskiptavina
Snjallboxin koma í ýmsum stærðum og gerðum og hvort sem það hentar að hafa Snjallbox innandyra eða utandyra, afhenda kælivörur, drykki eða frystivörur þá erum við með lausnina við því. Stærðirnar á hólfunum er líka hægt að aðlaga eftir þörfum og hægt er að fá sérsniðin Snjallbox frá framleiðanda ef þess gerist þörf. Þessi sveigjanleiki tryggir að allar vörur þínar, frá viðkvæmum hlutum til stórra hluta, séu geymdar og afhentar á skilvirkan hátt.
Hægt er að láta merkja Snjallboxin í hvaða lit sem er og setja á þau markaðsefni sem tengist ykkar starfsemi. Sérmerkt Snjallbox getur gert mikið fyrir ásýnd og ímynd fyrirtækja og það getur verið einstaklega skemmtilegt verkefni fyrir sölu- og markaðsteymi að nýta boxin til að koma skilaboðum á framfæri.
5. Vertu skrefinu framar í stafrænni umbreytingu
Með því að velja stafræna lausn eins og Snjallbox getur þitt fyrirtæki tekið næsta skref í að sjálfvirknivæða ferlið við afhendingu eða skil á vörum, og verið í fararbroddi stafrænnar nýsköpunar.
Snjallboxið sér um öll samskipti við viðskiptavini með sjálfvirkum skilaboðum og áminningum. Hægt er að tengja ferlið beint inn í netverslun og eins er hægt að sníða ferlið að fyrirtækjum sem sjá t.d. um viðgerðir og lán á ýmsum búnaði. Hagræðing er í því að geta nýtt starfsfólk í önnur aðkallandi störf innan fyrirtækisins. Með Snjallboxi er minni þörf fyrir mannaða móttöku og eru möguleikarnir á samsetningu og gerð Snjallboxa fjölmargir og því hægt að finna gerð sem hentar flest allri starfsemi.
Veldu hagræðingu og aukna skilvirkni í rekstrinum
Til að draga saman ástæður þess að velja Snjallbox þá býður lausnin upp á hagræðingu í fyrirtækjarekstrinum og kosti sem auka bæði ánægju viðskiptavina og innri skilvirkni. Með því að veita framúrskarandi þjónustu allan sólarhringinn, auka sýnileika og öryggi, spara tíma og auka frammistöðu starfsfólks eru Snjallbox dýrmæt eign í hraðskreiðum, stafrænum heimi nútímans. Þau bjóða upp á sveigjanleika til að mæta fjölbreyttum þörfum viðskiptavina og hjálpa fyrirtækinu þínu að vera á undan í stafrænu umbreytingarferlinu.
Snjallbox: Leigu- og kaupmöguleikar
Snjallboxin hjá Afgreiðslulausnum Origo er bæði hægt að fá í rekstrarleigu eða til kaupa.
Ef valin er rekstrarleiga er hægt að hafa alla vinnu við að setja Snjallbox upp ásamt hugbúnaðargjöldum innifalið í einum pakka. Þannig er hægt að tryggja sig fyrir því að ef eitthvað kemur upp á eða skipta þarf út varahlutum þá er það innifalið í þjónustunni. Eins er ferlið einfalt ef fyrirtæki vilja uppfæra Snjallboxið í nýrri týpu síðar meir eða bæta við auka einingum.
Við kaup á Snjallboxi veitum við hjá Afgreiðslulausnum Origo þér ráðgjöf og aðstoð í ferlinu frá upphafi til enda.
Höfundur bloggs
Sunna Mist Sigurðardóttir
Lausnastjóri
Deila bloggi