Móttökukerfi

Við bjóðum upp á kerfi fyrir móttöku gesta sem sparar tíma, vinnu og veitir innsýn inn í hverjir heimsækja þitt fyrirtæki og í hvaða tilgangi sem eykur öryggi á vinnustaðnum. Kerfið hentar öllum fyrirtækjum, stórum og smáum.

Móttökukerfi
Myndskreyting

Ávinningur

Sparaðu tíma við móttöku og fáðu betri yfirsýn

Einfalt og notendavænt

Kerfið er einstaklega þægilegt í notkun og viðmótið einfalt, ásamt því að bjóða upp á samtengingu við vinsæl samvinnutól eins og Teams og Slack.

Tímasparnaður

Bæði gestir og starfsfólk spara tíma með einföldu innskráningarferli. Engin þörf er á að leita uppi gestgjafann heldur fær starfsmaður skilaboð í gegnum sms eða tölvupóst um leið og gesturinn skráir sig inn.

Yfirsýn

Eitt vinnuborð er allt sem þarf. Þú stjórnar öllum starfsstöðvum eða útibúum á einu og sama vinnuborðinu, breytir upplýsingum og útliti, fylgist með innskráningum og skoðar tölfræði, allt á einum stað.

Öryggi

Með gestainnskráningu geturðu haldið utan um þau sem koma inn í þitt fyrirtæki. Hámarkaðu öryggi með því að setja inn skilmála, virkja undirskriftir og prenta út auðkennismiða fyrir gesti.

Eiginleikar

Einfalt í uppsetningu og sérsniðið að þínum þörfum og útliti

Einföld uppsetning

Móttökukerfið er einfalt í uppsetningu og keyrir á Google Play appi í hvaða Android tæki sem hentar þér. Einfalt er að sérsníða útlit svo það endurspegli þitt vörumerki.

Snertilaus innskráning

Snertilaus innskráning leyfir notendum að nota sitt eigið snjalltæki til að skrá sig inn. Hentar sérstaklega vel í umhverfi þar sem takmarka þarf sameiginlega snertifleti.

Forskráning

Ertu með fastagesti? Forskráðu þá sem mæta reglulega svo þeir þurfi ekki að skrá sig inn í hvert sinn sem þeir mæta.

Tungumál

Gestainnskráningin er í boði á fjölmörgum tungumálum. Þú getur valið þau tungumál sem henta þínum gestum.

Mörg fyrirtæki undir einu þaki?

Við bjóðum upp á sameiginlegan innskráningarskjá fyrir fyrirtæki sem deila húsnæði. Gesturinn velur fyrirtækið sem viðkomandi er að heimsækja og skráir sig inn á einfaldan hátt.

Hugbúnaður

Fáðu góða yfirsýn og hraðvirkar tilkynningar

Með stafrænu kerfi fyrir móttöku gesta færðu aðgang að mælaborði þar sem er hægt að skoða tölfræði yfir tíðni heimsókna. Hægt er að flokka gögnin eftir dags- og tímasetningum, gestgjöfum og tegund heimsókna svo eitthvað sé nefnt.

Einföld innskráning með snertilausum valmöguleika og hraðvirkar tilkynningar gera okkar lausn að hinni fullkomnu móttökulausn.

myndskreyting

Vélbúnaður

Vélbúnaður með Google Play þjónustu

Kerfið keyrir á Android forriti og þarf vélbúnaðurinn að hafa Google Play þjónustu til þess að geta sótt forritið. Við bjóðum upp á mikið úrval af vélbúnaði fyrir gestamóttökukerfi og hjálpum þér að finna rétta búnaðinn fyrir þína móttöku.

Nýjustu fréttir og fróðleikur

Ráðgjöf

Fá ráðgjöf