RFID - þráðlaus auðkenning

Í verslunargeiranum getur RFID tæknin aukið rekjanleika vara - og flutningseininga í aðfangakeðjunni frá framleiðslu, vöruhúsi, verslun til viðskiptavinar. Minni fyrirhöfn og meiri nákvæmni við lager-utanumhald í formi einfaldari talninga og vörumóttöku.

Myndskreyting
Myndskreyting

Samstarfsaðilar

Hvers vegna RFID?

Með RFID merkingum er hægt að sjálfvirknivæða ferla, hvar sem er í aðfangakeðjunni.

Þar sem RFID merking byggir á útvarpsbylgjutækni þá er innlestur RFID merkja gífurlega hraðvirkur í samanburði við t.d. hefðbundin strikamerki.

RFID lausnir hafa óteljandi möguleika á markaðnum í dag, hvar sem er í aðfangakeðjunni, en sérstaklega þar sem krafan um nákvæmara birgðahald og rekjanleika er að aukast vegna sífellt aukinnar netverslunar markaðarins.

RFID hentar öllum tegundum af verslunum og vöruhúsum, fyrirtækjum sem eru með netverslanir og bjóða upp á "click´n collect", auk ýmsum opinberum stofnunum.

myndskreyting

Ávinningur

Minni fyrirhöfn og meiri nákvæmni

Rekjanleiki

Innleiðing RFID merkingar gefur hverri smásöluvöru einstaklingsauðkenni í birgðakerfinu. Þetta veitir fyrirtækjum í smásölu aukna yfirsýn yfir vöruflæði og raunstöðu birgða, frá vöruhúsi til verslunar og áfram til viðskiptavinar. Aukin yfirsýn birgða hjálpar smásölum að taka markvissari ákvarðanir varðandi vöruinnkaup og vörustjórnun og auka þannig framleiðni.

Sjálfvirkni

Með RFID tækni geta birgðakerfi rakið sjálfvirkt hreyfingar á vörum og flutningseiningum innan veggja starfseminnar, hvort sem er í vöruhúsi eða verslun. Markmiðið er að auka framleiðni og minnka villuhættu. Einnig opnar RFID tæknin möguleika fyrir smásala til að keyra sítalningar á birgðum í verslunum og auka þar með birgðavitund.

Nákvæmni og hraði

Í samanburði við hefðbundnar vörutalningar, þar sem smásalar reiða sig á lestur strikamerkja eða glögg augu starfsmanna, þá er vörutalning með RFID merktum vörum margfalt hraðvirkari og nákvæmari. Tíðar vörutalningar með RFID tækni, auka birgðavitundar smásala, lækkar birgðakostnað og eykur viðskiptavild - sem skilar sér oft í aukinni sölu.

Öryggi

Merking allra sölueininga með RFID auðkenningu opnar möguleika á samþættingu vörumerkinga og öryggiskerfis, eða þjófavarnarkerfis verslana. Möguleiki til að geta fylgst með birgðarýrnun í rauntíma gefur smásala kost á að koma í veg fyrir vöruskort í verslunum og þannig aukið sölu.

Ráðgjöf

Fá ráðgjöf