Sjálfsafgreiðslulausnir
Sjálfsafgreiðslulausnir hafa í för með sér aukin þægindi og hagræðingu. Viðskiptavinur ræður ferðinni í sjálfsafgreiðslu, hann afgreiðir sig sjálfur á einfaldan hátt og þarf ekki að bíða í biðröð. Ávinningurinn fyrir fyrirtæki felur í sér færri starfsmenn í afgreiðslu og því hægt að færa þá í önnur mikilvægari og virðisaukandi störf innan fyrirtækisins.
Sjálfsafgreiðslulausn fyrir veitingageirann
Yonoton er alhliða sjálfsafgreiðslulausn sem tengir saman alla þætti kaupferlis hnökralaust til að mæta væntingum viðskiptavina. Yonoton heldur utan um vöruúrval í gegnum ský og tekur niður pantanir í gegnum allar rásir, hvort sem það er afgreiðslukassi, sjálfsafgreiðslustandur, vefverslun eða snjallsími. Fyrirtæki geta einfaldlega sniðið lausnina að sér og sínu vörumerki.
0:00
0:00
Sjálfsafgreiðslulausnir
Fjölbreytt úrval sjálfsafgreiðslulausna
Sjálfsafgreiðsla fyrir veitingasölu
Viðskiptavinur leggur inn pöntun á skjá sem sendir upplýsingar beint á starfsfólk í eldhúsi til úrvinnslu. Greiðsla er tekin áður en pöntun fer af stað og sparar þannig verulegan tíma fyrir starfsfólk.
Sjálfsafgreiðslu kioskar fyrir verslanir
Með sjálfsafgreiðslu kiosk afgreiða viðskiptavinir sig sjálfir í verslun þar sem ekki er vigtarvara. Lausn sem fækkar biðröðum, einfaldar afgreiðslu og spara tíma.
Sjálfsafgreiðsla með öryggisvigt
Afgreiðslustandar þar sem viðskiptavinur getur afgreitt sig sjálfur með t.d. matvöru en afgreiðslustandurinn er með innbyggðri vigt sem viðskiptavinur lætur matvöruna ofan á og fær þannig rétt verð.