Framtíð rafrænna hillumiða

Við kynnum til leiks nýjustu lausnina í rafrænum hillumiðum frá SES Imagotag. Vusion Rail verðmerkingar gera vörumerkjum kleift að nýta hillurnar, sem eru verðmætustu staðsetningar verslunarinnar, til að birta hnitmiðaðar auglýsingar fyrir nýjustu herferðirnar eða mikilvægustu vörurnar.

Myndskreyting

Ávinningur

Skapandi markaðssetning sem skilar árangri

Aukin áhersla á valdar vörur

Stuðlaðu að aukinni vörumerkjavitund með því að beina athygli viðskiptavina að ákveðnum vörum í verslun með fágaðri framsetningu. Einnig má nýta QR kóða til að auka upplýsingaflæði til viðskiptavina með því að vísa á netverslun eða aðrar lendingarsíður.

Bætt upplifun viðskiptavina

Viðskiptavinir upplifa gjarnan meiri tengingu við vörur í gegnum lifandi myndefni og framsetningu. Lífsstílsauglýsingar hámarka athygli kaupandans og styðja við ákvörðunartöku.

Fjárfesting sem borgar sig á stuttum tíma

Notaðu tækifærið og láttu þekktustu vörumerkin greiða fyrir fjárfestinguna og seldu birtingarnar. Söluherferðir með Vusion Rail hafa sýnt fram á aukna sölu og mælanlegan árangur.

Hámarkaðu upplifun viðskiptavina í verslun

Með Vusion Rail er hægt að birta auglýsingar og verðupplýsingar í HD gæðum á þunnum LCD skjáum sem gerir verslunum kleift að keyra söluherferðir og kynningarmyndbönd samhliða verði. Þessi nýja kynslóð rafrænna hillumiða býður upp á frábæra leið til að nýta skjái fyrir verðmerkingar í markaðslegum tilgangi.

0:00

0:00

Eiginleikar

Aukinn sýnileiki á verðmætustu vörumerkjunum

LED hátækniskjáir

Stílhreinir LED hátækniskjáir sem koma í þremur stærðum (60, 90 og 120cm) og er hægt að samtengja efni á milli skjáa. Vusion Rail verðmerkingarnar tengjast fjárhagskerfi verslunarinnar, birta verðmerkingar og auglýsingaefni allt á sama staðnum. Höggþéttir skjáir og útskiptanlegar framhliðar.

Auðveld samþætting

Það er einfalt að tengja skjáina við Wi-Fi kerfi verslunarinnar. Vusion Rail verðmerkingar eru með sitt eigið birtingarkerfi og er auðvelt að tengja það við aðrar efnisveitur (t.d. Brightsign). Þar með er hægt að spila sömu auglýsingar og efni í hillunum og á stærri auglýsingaskjám annars staðar í versluninni.

Skýjalausn

Með skýjalausn SES losna verslanir við að reka sinn eigin netþjón á staðnum. Lausnin keyrir öll í skýi sem tryggir uppfærslur, hærri uppitíma, öruggara viðhald, einfaldari uppsetningu og gagnaöryggi.

Ráðgjöf

Fá ráðgjöf