Tímasparnaður með rafrænum hillumiðum

Rafrænir hillumiðar eru notaðir til að verðmerkja og veita nánari upplýsingar um vörur í verslunum. Verðmiðarnir uppfæra verðbreytingar sjálfkrafa í gegnum fjárhagskerfi verslunarinnar og með því sparast mikill tími við verðlagningu sem og að virkja inn afslætti með stuttum fyrirvara.

Myndskreyting
Myndskreyting

Eiginleikar

Lausn sem er sniðin að þínum þörfum

Einfalt og þægilegt

Hannaðu útlit sem talar beint til þinna viðskiptavina. Stílhreinir rafrænir verðmiðar með góðri upplausn. Auðvelt að setja vörur á útsölu með stuttum fyrirvara.

Hagkvæmt í rekstri

Með skýjalausn losna verslanir við að reka sinn eigin netþjón á staðnum. Lausnin keyrir öll í skýi sem tryggir uppfærslur, hærri uppitíma, öruggara viðhald, einfaldari uppsetningu og gagnaöryggi.

Öruggar festingar

Framleiðandi hannar sínar eigin festingar sem vinna með flestum hillukerfum í dag. Með Easylock festingum tryggir þú að verðmiðarnir haldist á sínum stað og verði ekki fyrir skemmdum. 2 ára ábyrgð fylgir öllum verðmiðum með Easylock.

Myndasafn

Skoðaðu myndasafnið okkar og sæktu þér innblástur

Þú hannar útlit sem talar beint til þinna viðskiptavina og stillir rafrænu verðmiðunum fram með þeim hætti sem fellur best að framsetningu þinna vara.

Flettu í myndasafninu hér til hliðar og sæktu þér innblástur frá nokkrum af okkar helstu viðskiptavinum.

Ávinningur

Vertu skrefi á undan með rafrænum verðmerkingum

Tímasparnaður

Sparar tíma starfsfólks við verðmerkingar og verðbreytingar og meiri tími gefst til að þjónusta viðskiptavini.

Bætt þjónusta

Stafrænir verðmiðar tryggja viðskiptavinum aðgengi að réttu verði og upplýsingum um afsláttarkjör. Kerfið getur auðveldað viðskiptavinum að finna tiltekna vöru í verslun og fá réttar upplýsingar um það hvort hún sé til á lager.

Samkeppnisforskot

Auðveldara að bregðast við sveiflum á markaði. Fljótlegt að setja inn tilboð og vörur á útsölu með stuttum fyrirvara. Jafn fljótlegt er að breyta verði aftur til baka. Vinna með árstíðarvörur verður ekkert mál.

Skilvirkari áfyllingar

Stafrænir verðmiðar auðvelda starfsfólki vörutalningar og áfyllingar í verslun.

Stuðningur við netverslun

Einfalt fyrir viðskiptavini að nálgast nánari upplýsingar um vöruna með QR kóða á hillumiða. Auðveldar starfsfólki að taka saman pantanir sem berast í gegnum netverslun. 

Vusion Rail frá SES Imagotag

Aukinn sýnileiki á verðmætustu vörumerkjunum

Við kynnum til leiks nýjustu lausnina í rafrænum hillumiðum frá SES Imagotag. Vusion Rail verðmerkingar gera vörumerkjum kleift að nýta hillurnar, sem eru verðmætustu staðsetningar verslunarinnar, til að birta hnitmiðaðar auglýsingar fyrir nýjustu herferðirnar og mikilvægustu vörurnar.

0:00

0:00

Sparaðu tíma og einfaldaðu ferlið

Með rafrænum verðmerkingum spara verslanir sér mikla vinnu við verðlagningu og hvers kyns verðbreytingar verða ekkert mál.

Ánægðir viðskiptavinir

Vertu með í hópi ánægðra viðskiptavina

Ráðgjöf

Fá ráðgjöf