Betri afgreiðsla með tækninni
Hvort sem verkefnið snýr að afgreiðslu og afhendingu, prentun eða vörugeymslu þá er Origo með lausnina fyrir þinn rekstur. Við bjóðum upp á framúrskarandi tæknilausnir sem hjálpa þér bæði að veita úrvals þjónustu og að ná markmiðum þínum um umhverfisvænni og betri rekstur.
Verslunarupplifunin
Við bjóðum fjöldan allan af lausnum sem bæta þjónustu og upplifun viðskiptavina þinna: Kassakerfi, sjálfsafgreiðslu, rafrænar hillumerkingar, skilti og margmiðlunarútstillingar, svo eitthvað sé nefnt. Þá bjóðum við líka upp á fágaðar öryggislausnir, þar sem gervigreind vaktar helstu svæði verslunarinnar til að fyrirbyggja þjófnað.
Við leggjum áherslu á að mæta þínum þörfum og bjóðum meðal annars upp á afgreiðslulausnir til leigu fyrir smærri fyrirtæki sem þurfa einfaldar og sveigjanlegar lausnir.
Snjallt, smellt og sótt
Þegar kemur að afhendingu á vörum til viðskiptavina getum við hjálpað við alla þætti ferlisins – allt frá samþættingu við netverslanir og sölukerfi, samantekt pantana í verslunum að afhendingu vörunnar til viðskiptavina allan sólarhringinn.
Snjallbox eru dæmi um snjalla lausn frá Origo fyrir rafræna afhendingu vara. Skápar þar sem viðskiptavinir geta sótt og skilað vörum hvenær sem þeim hentar án tillits til opnunartíma og án þess að þurfa að standa í röð. Origo hefur meðal annars smíðað sinn eigin hugbúnað þegar kemur að afhendingu og upplýsingagjöf til viðskiptavina sem heldur utan um allar sendingar og sendir sjálfvirkar áminningar til viðtakenda.
Hagkvæmni í vörugeymslu og flutningum
Hjá Origo færðu einnig ýmsar tæknilausnir fyrir birgðameðhöndlun. Þar má nefna vöruhúsakerfi fyrir lager sem meðal annars stuðlar að sparnaði á tíma starfsmanna, betri nýtingu geymslupláss, aukinni skilvirkni, meiri yfirsýn og færri villum.
Einnig er hægt að fá afhendingarlausn fyrir sendla sem getur bestað sendingarleiðir og boðið upp á möguleika á rafrænum undirskriftum við afhendingu. Allar þessar lausnir auka hagkvæmni í rekstri og afköst ásamt því að gefa viðskiptavinum þínum meira fyrir peninginn.
Við styðjum þig í grænni vegferð
Í dag keppast fyrirtæki við að gera reksturinn eins grænan og mögulegt er. Verslunarlausnir Origo hjálpa þér að minnka bæði orkunotkun og úrgang. Með rafrænum hillumerkingum sparast til að mynda pappír og Snjallbox fækkar ferðum viðskiptavina á annatímum og dreifir þeim yfir allan sólarhringinn.
Hjá Origo leggjum við okkur líka sérstaklega fram um að vera grænn birgi. Allur bílafloti fyrirtækisins er rafknúinn og allur úrgangur af okkar starfsemi flokkaður og endurunninn. Starfsfólk okkar getur unnið heima eftir hentugleika, sem fækkar ferðum og eykur afköst. Og að sjálfsögðu kemur öll orka fyrir okkar starfsemi frá endurnýjanlegum íslenskum orkugjöfum.